Einhvernvegin finnst mér ekki fiskur og appelsína passa saman... fyrr en ég smakkaði það ! Ótrúlega ferskt og skemmtileg tilbreyting á "fiskur með tómatsósu" sem öll börn lifa á. Hilmi fannst þetta meira að segja gott og át upp til agna (með smá alvöru tómatsósu líka). Sem meðlæti var ofnbakað butternut squash (svona aflangt grasker) með dilli. Smaskens ;)
Fiskur með appelsínutómatsósu
(úr LagaLätt, sept '10)
Þorskbitar, notaði frosna sem ég afþíddi og raðaði í ofnfast mót, salta og pipra
4 skalottlaukar, skornir á einn veginn svo myndi hringi
2 appelsínur, afhýddar og filéaðar (skera út bátana án himnunnar), bitanir svo helmingaðir
2 msk nýrifinn engifer
1-2 hvítlauksrif, kramin
1 dós saxaðir tómatar
Hita olíu í potti og steikja skalottlaukinn smástund. Bæta við engifer og hvítlauk og láta malla smástund. Hella svo tómatadósinni útí. Raða appelsínubitunum ofaná fiskinn og hella úr pottinum yfir. Ofnbaka í 15 mín við 225 gráður.
Áður en maður leggur í að gera fiskinn getur maður nýtt tímann með því að afhýða graskerið og skera niður í mjóa báta. Hella smá olíu yfir, salta og pipra og skella inní ofn. Það verður mjúkt á cirka 20 mín. Mixa með töfrasprota, bæta við dilli (2 msk saxað) og 1-2 dl sýrðum rjóma eða þykkri jógúrt.
Monday, August 23, 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)