Já ást mín á rauðbeðum er hrein og tær. Held að það sé samblandan af þessum djúpa, skæra rauða lit og brjálæðislegrar hollustu.
Reif útúr sunnudags DN fyrir nokkrum vikum síðan breska uppskrift að Rauðbeðuköku. Fannst hún spennandi. Ekki varð það heldur verra þegar ég tók mig svo loks til að baka kökuna og degið varð SKÆRbleikt (sjá efri mynd). Eftir sinn tíma í ofninum var ennþá fallegur bleikrauður blær á henni. Og góð var hún líka !!
Rauðbeðukaka
250 g rauðbeða, hrá/fersk og rifin á grófu rifjárni
250 g smjör
sítrónubörkur, rifin, af cirka 1 sítrónu
250 sykur
2 egg
150 g þurrkaðir ávextir að eigin vali (trönuber, rúsínur, apríkósur.... ég blandaði þessu þrennu saman)
300 g hveiti
Smjörinu, sítrónuberkinum og sykrinum hrært vel saman þar til ljóst og mjúkt. Eggjunum bætt í, einu í einu. Rifnu rauðbeðunum og þurrkuðu ávöxtunum bætt við og hrært passlega mikið saman (með handafli), hveitinu að lokum. ATH !! Degið er fyrst dálítið einsog þurr pappamassi og ég hélt lengi vel að ég hefði mismælt hveitið. Hinsvegar láta rauðbeðurnar frá sér mikin safa þegar þær hitna í ofninum svo hætt er við að kakan verði hrá ef farið er nákvæmlega eftir uppskriftinni. Þar stóð nefnilega að það ætti að baka kökuna í 175 gráðu heitum ofni í 45 mínútur en ég hefði gjarnan viljað bæta að minnsta kosti 10 mín við þann tíma.
Gott með þeyttum rjóma, vanilluskyri eða "icing" (100 g flórsykur, sítrónusafi af 1 sítrónu, 3 msk þeytirjómi... flórsykur í skál, bæta við safanum og þeyta rjómann í smátt og smátt þartil verður að klístruðu kremi).