Ég birti þessa uppskrift til heiðurs Hrönn vinkonu sem gerir besta tíramísú í heiminum. Rakst á uppskrift í nýjustu uppkriftabókinni minni að 20 mínútna svindltíramísúi og bara varð að gá hvort það stæðist bragðkröfur okkar Ingó. Sem það gerði vissulega.
Í venjulegu tíramísúi er oftast bæði mascarponeostur og eggjarauður. Í þessu er hvorugt. Þarf ekkert endilega að standa í fleiri klukkustundir inní ísskáp. Og er drullufljótlegt.
Svindltíramísú
fyrir 2 gráðuga fullorðna eða 6 pena og kurteisa ;)
1 askja létt rjómaostur (Philadelphia)
1,5 dl þeytirjómi
3-4 msk sykur (upprunalega uppskriftin sagði 5 en það var ofaukið að mínu mati)
Þetta þrennt þeytt saman þartil hæfilega stíft
Instantkaffi gjört og kælt.
Þunnt lag af rjómaostablöndunni er sett í hæfilega stórt form. Botninn á tíramísúkexinu (kallast ladyfingers) er dýft í kaffið og raðað í formið. Svo eru gerð svona lög af kexi og rjómaosti til víxls. Látið standa í kæli þartil á að bera fram og kakódufti er dustað yfir rétt í blálokin.
Friday, April 13, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)