Monday, March 05, 2007

Lambahakk með indversku ívafi

Lambahakk er að mínu mati (eins og ég hef áður nefnt) töluvert betra en nautahakk. Bragðmeira einhvernvegin og ofboðslega gott í allskyns indverska rétti.
Þessi uppskrift birtist í Svenska Dagbladet en kemur víst upprunalega af www.tasteline.com
Ekki mikið af hráefnum í réttinum en hann kom alveg hressilega á óvart og einsog venjulega át litli grallarinn á sig gat ;)

Lambahak með indversku ívafi
f. fjóra

4-500 gr lambahakk
2 dl búlgur eða cous cous, eldað skv. leiðbeiningum á pakkanum
1/2 blómkálshaus, bútaður niður í litla vendi
2 gulrætur skornar í þunnar sneiðar
2 dl sneiddur púrrlaukur
2 msk smjör
2 tsk Garam Masala
1 tsk gurkemeja (Turmerick)
Salt og pipar

Hakkið steikt á pönnu uppúr smjöri og kryddað með Garam Masala og Gurkemeja. Grænmetinu bætt við, saltað og piprað og leyft að malla með loki á í 5 mín eða þartil grænmetið er hæfilega eldað að smekk (sumir vilja meira crunchy og þá er bara að minnka eldunartímann). Couscousið/Bulgurinn bætt við útá pönnuna.

Jógúrtsósa
2 dl matreiðslujógúrt eða önnur hrein jógúrt
1 (eða fleiri) hvítlauksrif
2 tsk fersk hökkuð mynta
Allt blandað saman og geymt í ísskáp þartil aðalrétturinn er tilbúin.

Borið fram með ferskum kóríander stráðum yfir og með jógúrtsósuslettu á hverju disk.